top of page

Skoða

Geta  -gæðastarf í skólum

Gæðastarf í skólum 

með öflugu innra- og ytra mati

Öll börn eiga skilið bestu mögulegu menntun og farsæld sem völ er á

Okkar sýn

Okkar sýn er að hvert barn á skilið góða menntun og skólaumbætur með kröftugu innra mati sé öflug leið til þess að bæta skólastarf í þágu barna. 

Geta  -gæðastarf í skólum leggur mikla áherslu á að þjónustan sé alltaf styðjandi og upplýsandi og aldrei íþyngjandi. 

Þjónustan 

Geta 

01

Innra mat með Meta Geta

Meta+Geta er hugbúnaður og heildstætt innra mats gæðakerfi fyrir leik- og grunnskóla. Kerfið nær bæði yfir ferlið sjálft og matstækin (kannanir og gátlistar) auk þess að bjóða upp á sjónrænt mælaborð.

 

Meta+Geta er frumburður Getu, þ.e. fyrsta vörumerki Getu.  Markmiðið með gæðakerfi Getu er að styðja við innra mat grunnskóla í þeim tilgangi að bæta gæði og árangur skólastarfs.

 

Öllum leik- og grunnskólum ber lögum samkvæmt að framkvæma innra mat á starfsemi skólans á hverju skólaári. 

02

Ytra mat

Geta býður sveitarfélögum og skólum upp á heildstætt ytra mat sem og hlutamat. Markmið ytra mats er að veita góðar upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skólans og foreldra. ​

 

Ytra mati er fyrst og fremst ætlað að vera lærdómsmiðað umbótaferli sem eykur gæði náms og skólastarfs.

03

Skólaþjónusta og önnur verkefni á sviði skólamála

Geta býður sveitarfélögum og skólum upp á þjónustu á sviði:

kennsluráðgjafar, náms- og starfsráðgjafar, mannauðsmála og skólastjórnunar. Sérfræðingar Getu vinna ýmist í þverfaglegum teymum eða einslega. ​ Sveitarfélög og skólar geta óskað eftir sérfæðingum í smærri og stærri verkefni. 

Aðgangur að gæðakerfinu Meta+Geta

Kerfið er þríþætt, kerfið fer í gegnum allt innra mats ferlið með skólanum, alveg frá upphafi til enda.

Kerfið inniheldur einnig matstæki og þar með allar nauðynlegar kannanir (álíka kannanir og skólapúlsinn) nema kannanir í Meta+Geta tengjast með beinum hætti þeim matsþáttum sem skólinn er að meta það skólaárið. Þriðji hluti kerfisins er mælaborðið sem gefur skólum yfirsýn yfir stöðu og árangur og auðveldar stjórnendum og starfsfólki að taka gagnadrifnar ákvarðanir. 

 

Mikilvægt er að skólar vinni að innra matinu jafnt og þétt yfir allt skólaárið svo það skili sem bestum árangri.

Gæðakerfið gerir ráð fyrir 10 fundum yfir skólaárið. Með því að fara í gegnum ferlið inn í kerfinu verða umbótaáætlanir og lokaskýrslur til sjálfkrafa inn í kerfinu. 

Önnur verkefni

Geta býður upp á þjónustu og aðstoð við stefnumótun og innleiðingu stefnu á sviði skólamála fyrir sveitarfélög. Þjónusta Getu getur náð allt frá ráðgjöf og aðstoð við mótun stefnunar, utanumhald utan um samráð og fundi, útgáfu og eftirfylgni. 

Skólastefnur sveitarfélaga

01

Geta býður upp á aðstoð og ráðgjöf á sviði mannauðsmála innan leik- og grunnskóla. Allt frá almennri ráðgjöf og greiningu á mannaflaþörf, yfir í stök minni eða stærri einstaka verkefni á sviði mannauðsmála. 

Mannauðsráðgjöf 

02

Geta býður skólum og sveitarfélögum upp á aðstoð við uppfærslu og gerð nýrrar skólanámskrár. Allt frá því að vera til ráðgjafar, yfirlestur og eða verkefnastjórn. 

Skólanámskrár

03

Geta býður skólum og sveitarfélögum upp á staka ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Auk þess býður Geta upp á fasta þjónustusamninga við sérfræðinga á sviði skólaþjónustu.

Kennsluráðgjöf og stuðningur

04

Geta býður upp á stakar úttektir á skólastarfi í leikskólum og grunnskólum. Öllum úttektum Getu er ætlað að vera umbótamiðað lærdómsferli sem bætir gæði skólastarfs. 

Úttektir

05

Geta býður upp á teymisstjórn og/eða aðstoð við einstaka teymi innan skólans. Svo sem jafnréttisteymi, sjálfbærnisteymi, skólastefnuteymi oþ.h. Oft er erfitt fyrir skólastjórnendur að leiða áfram öll teymi innan skólans og er þá nauðsynlegt að fá aðstoð við að láta teymin skila því sem þeim er ætlað að skila. 

Teymisstjórn

06

bottom of page