top of page
MENU
Geta - gæðastarf í skólum
Persónuverndarstefna
Persónuvernd Getu
Geta - gæðastarf í skólum sér um hönnun, þróun og rekstur á hugbúnaðinum og vefkerfinu Meta+Geta sem er alhliða innra mats gæðakerfi fyrir skólastofnanir. Geta - gæðastarf í skólum býður skólum og sveitarfélögum einnig upp á aðra sérfræðiþjónustu á sviði mats á skólastarfi sem og annarri sérfræðiþjónustu á sviði skólaþjónustu og skólastjórnunar í leik- og grunnskólum.
Meta+Geta er hugbúnaður og vefkerfi sem veitir skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er jafnt og þétt yfir skólaárið um alla helstu þætti skólastarfsins. Þætti sem tengjast meðal annars stjórnun skólans, námi og kennslu, námsumhverfi, vinnuumhverfi starfsfólks, samstarfi og öðrum skyldum skóla. Niðurstöður mælinga á vegum Getu eru bornar saman við niðurstöður fyrri mælinga í skólanum og við landsmeðaltal sem gefur skýrar vísbendingar um þróun ákveðinna þátta í skólanum. Niðurstöður eru m.a. bornar saman við niðurstöður fyrri mælinga sem gefur skýra vísbendingu um þróun mála innan vinnustaðarins.
Eigandi Geta - gæðastarf í skólum, Anna Greta Ólafsdóttir kt. 0411823509 er ábyrgðaraðili vinnslu þeirra upplýsinga sem safnast vegna notkunar á viðkomandi vefsíðu og ber ábyrgð á persónuupplýsingum um einstaklinga. Geta - gæðastarf í skólum er hins vegar vinnsluaðili varðandi aðrar þær upplýsingar sem safnað er og unnið með fyrir hönd viðskiptavina, svo sem í tengslum við framkvæmd kannana fyrir leik-, grunnskólaí gegnum Meta+Geta kerfið á grundvelli sérstaks vinnslusamnings, þar sem viðkomandi skóli er ábyrgðaraðili vinnslunnar.
Geta- gæðastarf í skólum virðir rétt einstaklingsins til einkalífs og gætir ýtrasta öryggis og trúnaðar við meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar eða persónugreinanlegar upplýsingar merkir upplýsingar sem hægt er að rækja, beint eða óbeint, til tiltekins einstaklings.
Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að tryggja að meðferð Getu - gæðastarfs í skólum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679. Með þessari persónuverndarstefnu vill Geta - gæðastarf í skólum ennfremur kynna grundvallarstefnu sína í persónuvernd og veita fræðslu og upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer á vegum fyrirtækisins, meðal annars hvaða upplýsingum er safnað og hvers vegna, um öryggisráðstafanir fyrirtækisins, réttindi einstaklinga og hvernig hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa fyrirtækisins.
Það er mikilvægt að þú lesir þessa stefnu samhliða öðrum tilkynningum eða upplýsingum um meðferð persónuupplýsinga sem við kunnum að senda þér þegar við erum að safna eða vinna upplýsingar um þig, svo að þú sért meðvitaður um hvernig og af hverju við erum að nota þínar upplýsingar. Er persónuverndarstefna þessi til fyllingar öðrum tilkynningum en er ekki ætlað að ganga þeim framar.
-
Upplýsingar sem við söfnum um þig
Við söfnum, notum, geymum og flytjum mismunandi tegundir upplýsinga um þig og sem fara eftir sambandi okkar við þig og þeirri tegund þjónustu sem við veitum þér, en um er að ræða eftirfarandi flokka persónuupplýsinga:
-
Upplýsingar um persónu þína– upplýsingar eins og nafn og kennitala.
-
Tengiliðaupplýsingar um skólastjórnendur – upplýsingar eins og kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.
-
Tækniupplýsingar– innskráningarupplýsingar og upplýsingar sem aflað er með vefkökum á heimasíðu Getu - gæðastarfs í skólum getagaedi.is og á síðu Meta Geta kerfisins á metageta.is og metageta.info. Þetta geta verið upplýsingar um IP-tölu, tegund vafra, tímabelti og staðsetningu, gögn vegna innskráningar og önnur gögn um tækið sem þú notar til að skoða ofangreindar vefsíður.
-
Notkunarupplýsingar– upplýsingar um það hvernig viðskiptavinur nýtir vefsíðuna okkar og heimasvæði þar og aðra þjónustu sem við bjóðum upp á.
Upplýsingar í tengslu við fyrirlagnir kannana. Við söfnum upplýsingum um nöfn og netföng, starfsfólks, og foreldra og upplýsingum um nöfn nemenda.
Upplýsingar í tengslum við svarendasögu – Við söfnum og vinnum sem vinnsluaðili upplýsingum í tengslum við framkvæmd kannana á vegum Meta Geta. Framkvæmd kannana fer fram með þeim hætti að Microsoft costumer voce heldur utan um kannanir sem skólar geta sent til aðila innan skólans. Til að tryggja að aðeins aðilar sem tengjast viðkomandi skóla geti svarað könnunum þá tengir microsoft costumer voce við microsoft exel skjal á shaerpoint síðu þar sem netföng eru tengd við ákveðna skóla. Þegar nemandi skráir sig inn með þátttökukóða er honum úthlutað nýjum nafnlausum þátttökukóða áður en könnun er lögð fyrir og svör hans því ópersónugreinanleg með öllu. Að svörun lokinni er þannig með engu móti hægt að rekja svör kannana til einstakra svarenda og engar upplýsingar um slíkt vistaðar í gagnagrunni vinnsluaðila. Vinnsluaðili skuldbindur sig jafnframt til þess að haga spurningum og framkvæmd kannana með þeim hætti að ekki sé hægt að rekja svör til viðkomandi svarenda, eftir því sem frekast er unnt.
-
Hvernig öflum við upplýsinga um þig?
Geta - gæðastarf í skólum afla upplýsinga um einstaklinga með eftirfarandi hætti:
-
Upplýsingar beint frá viðkomandi einstaklingi– þetta eru upplýsingar eins og nafn og tengiliðaupplýsingar sem viðskiptavinir veita okkur við upphaf þjónustu, og upplýsingar sem einstaklingur veitir við notkun heimasíðunnar. Þetta eru líka upplýsingar sem viðskiptavinir eða starfsmenn þeirra veita þegar þeir eiga í samskiptum við okkur í tengslum við þjónustuna, þegar þeir óska eftir þjónustu, senda ábendingu eða kvartanir, samþykkja að taka þátt í leik á okkar vegum, vera á póstlista eða svara spurningakönnunum eftir því sem við á.
-
Upplýsingar um veitta þjónustu– þetta eru upplýsingar um þá þjónustu sem viðskiptavinurinn nýtir sér, eins og upplýsingar um tegund þjónustu, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldastöðu og önnur atriði sem tengjast reikningi viðskiptavinar.
-
Sjálfvirk upplýsingasöfnun vegna innskráningar á heimasíðum okkar– við söfnum þessum upplýsingum með því að nota vefkökur, veflogga og svipaða tækni en þetta eru upplýsingar um innskráningar notenda heimasíðunum getagaedi.is og metageta.is, sem og tilraunir til innskráningar. Þessum upplýsingum er safnað í öryggisskyni.
Ef þú vilt takmarka, leiðrétta eða mótmæla vinnslu persónuupplýsinga biðjum við þig að hafa samband við okkur (sjá tengiliðaupplýsingar hér fyrir neðan) og við munum vinna úr beiðni þinni eins fljótt og unnt er, þó ekki síðar en einum mánuði eftir móttöku hennar.
-
Hvernig vinnum við með upplýsingar um þig?
Við notum persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar og tengda aðila aðeins í lögmætum tilgangi og til samræmis við persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma fyrir sig. Oftast notum við upplýsingarnar í eftirfarandi tilgangi og með eftirfarandi hætti:
-
Þegar það er nauðsynlegt til að efna samning milli okkar og viðskiptavinar.
-
Til að veita eða afhenda þá þjónustu og/eða vöru sem viðskiptavinur hefur keypt af okkur og veita viðskiptavini upplýsingar um framkvæmd þjónustu.
-
Til að upplýsa viðskiptavin um breytingar á þjónustu eða viðskiptaskilmálum.
-
Til að reikningsfæra viðskipti viðskiptavinar.
-
Til að svara fyrirspurnum viðskiptavinar.
-
-
Þegar einstaklingur hefur samþykkt að við notum upplýsingarnar. Getur m.a. verið um að ræða eftirfarandi vinnslu:
-
Til að bjóða viðskiptavini nýja þjónustu eða breytingu á þjónustu sem byggist á því hvernig viðskiptavinur notar þjónustu okkar.
-
Þegar það er nauðsynlegt vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur.
-
Þegar það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar eða annarra og grundvallarréttindi og frelsi einstaklingsins verða ekki talin vega þyngra. Getur m.a. verið um að ræða eftirfarandi vinnslu:
-
Til að greina hvernig viðskiptavinir okkar nota þjónustu og vörur og í hve miklu magni, til þess m.a. að stuðla að auknu vöruframboði og hagkvæmni fyrirtækisins.
-
Til að framkvæma rannsóknir, tölfræðisamantektir og til þess að fylgjast með notkun tæknikerfa Getu.
-
Við athugun á skuldastöðu viðskiptavinar, svo sem hjá aðilum sem halda utan um slíkar upplýsingar og hafa með höndum innheimtu krafna.
-
Til að vernda kerfi Getu, svo sem til að stuðla að ekki komi til hnökra eða truflunar, t.d. á álagstímum.
-
Til að vinna gegn ólögmætri háttsemi og til að bæta tjón.
-
Geta - gæðastarf í skólum gerir sitt besta til að bjóða viðskiptavinum upp á val varðandi notkun fyrirtækisins á persónuupplýsingum um þá. Við munum einungis nota persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar í þeim tilgangi sem við upplýstum um þegar við söfnuðum þeim. Ef við teljum okkur þurfa að nota upplýsingarnar í öðrum og óskyldum tilgangi þá munum við upplýsa viðskiptavini okkar um það og á hvaða lagagrundvelli við teljum slíka notkun heimila.
Það athugast að við kunnum að nota upplýsingar um viðskiptavini í öðrum og óskyldum tilgangi án þess að upplýsa um það sérstaklega þegar að við teljum það heimilt samkvæmt lögum.
-
Hve lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?
Við geymum persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsynlegt er og í samræmi við þann tilgang sem þeim var safnað, þ.m.t. til þess að uppfylla lagaskyldu og bókhaldsskyldu.
Við mat á hæfilegum geymslutíma fyrir persónuupplýsingar tökum við mið af umfangi, tegund og eðli upplýsinganna sem um ræðir, áhættunni af því að óviðkomandi fái aðgang að þeim eða nýti þær með óheimilum hætti, þeim tilgangi sem við vinnum persónuupplýsingarnar með og hvort við getum náð sama tilgangi með öðrum leiðum, auk viðeigandi lagaskilyrða eftir því sem við á.
Persónugreinanleg gögn um viðskiptavini okkar og tengda aðila eru almennt aðeins geymd meðan viðkomandi fyrirtæki er í viðskiptum við okkur og er það yfirfarið og endurskoðað einu sinni á ári hvort geyma skuli upplýsingar.
-
Vefkökur
Getagaedi.is, metageta.info og metageta.is notast við vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum vefsíðnanna og til þess að tryggja virkni heimasíðnanna. Vefkökur eru litlar textaskrár sem við vistum í vafranum þínum eða á harða disknum í tölvunni þinni ef þú samþykkir það. Vefkökur innihalda upplýsingar sem er síðan miðlað til harða disksins í tölvunni þinni. Vefkökurnar veita okkur upplýsingar um notendasögu viðskiptavina og hjálpa okkur að bæta upplifun notenda af síðunni. Viðskiptavinur getur ákveðið hvort að hann leyfir sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Ef viðskiptavinur kýs að leyfa ekki vefkökur þá kann hluti heimsíðunnar að verða óaðgengilegur.
Einungis þrjár vefkökur eru vistaðar þegar notandi notar vefsíðurnar getagaedi.is og metageta.is. Vefsíðurnar geta ekki unnið eðlilega án þess að nota þessar vefkökur. Fyrsta vefkakan heitir sessionid og er svokölluð lotukaka sem viðheldur lotu notanda. Vefkakan fellur úr gildi um leið og lotunni lýkur (slökkt er á vafra, könnun lýkur eða smellt er á „Taka hlé“ eða „Skrá út“). Önnur vefkakan heitir csrftoken og kemur í veg fyrir ákveðnar gerðir af tölvuárásum og fellur úr gildi eftir eitt ár. Þriðja vefkakan heitir speechon og viðheldur vali á talgervli á milli síða í könnun. Speechon vefkakan fellur úr gildi eftir eitt ár.
-
Hvenær er upplýsingum um mig miðlað til þriðju aðila?
Persónugreinanlegum upplýsingum um viðskiptavini og einstaklinga þeim tengdum kann að vera dreift til annarra fyrirtækja eða opinberra aðila í ákveðnum tilvikum, svo sem:
-
Til fyrirtækja sem vinna með okkur að framfylgni innheimtu, svo sem varðandi lánstraust eða skuldastöðu. Í þeim tilvikum er þó aðeins um að ræða reikningstengdar upplýsingar, svo sem um ákveðin viðskipti, skuldastöðu og skuldasögu. Komi til þessa undirgangast þessir aðilar trúnaðarskyldur vegna þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru.
-
Til ráðgjafa okkar sem eru þá vinnsluaðilar, ábyrgðaraðilar eða sameiginlegir ábyrgðaraðilar með okkur eftir atvikum, svo sem lögmenn og endurskoðendur.
-
Til þjónustuveitenda vegna upplýsingatækniþjónustu fyrir tölvukerfi okkar eða vegna annarrar þjónustu sem er nauðsynleg fyrir rekstur okkar.
-
Til þess að veita opinberum aðilum upplýsingar, svo sem lögreglu og dómstóla, þó aðeins í þeim tilvikum þar sem skylda hvílir á okkar að verða við slíkri beiðni lögum samkvæmt.
Geta - gæðastarf í skólum áskilur sér rétt til þess að færa persónuupplýsingar yfir í annað félag sem verður þá nýr ábyrgðaraðili/vinnsluaðili sbr. 1. gr. þessarar persónuverndarstefnu, ef Geta - gæðastarf í skólum verður hluti þess félags, svo sem við sameiningu eða sölu félagsins.
Geta - gæðastarf í skólum skuldbindur alla þriðju aðila sem hann kann að miðla upplýsingum til í samræmi við framangreint til þess að tryggja öryggi persónuupplýsinganna og fara með þær í samræmi við lög. Er þjónustuveitendum okkar óheimilt að nýta persónuupplýsingarnar í eigin tilgangi og þeim er aðeins leyfilegt að vinna upplýsingarnar í ákveðnum tilgangi í samræmi við fyrirmæli okkar hverju sinni.
-
Flutningur utan Evrópska Efnahagssvæðisins
Geta - gæðastarf í skólum mun ekki flytja persónuupplýsingar um viðskiptavini sína til þriðju ríkja utan Evrópska Efnahagssvæðisins („EES“) nema það sé tryggt að upplýsingarnar njóti sambærilegrar verndar og innan EES eða samkvæmt sérstöku samþykki hverju sinni.
Sé nauðsynlegt að flytja upplýsingar til þriðju ríkja utan EES þá flytjum við þær aðeins ef fullnægjandi ráðstafanir hafa verið gerðar í því skyni til samræmis við persónuverndarlöggjöf, svo sem með því að nota staðlað samningsform sem hefur verið samþykkt af framkvæmdastjórn ESB eða með öðrum fullnægjandi hætti.
-
Öryggi persónuupplýsinga
Geta - gæðastarf í skólum er annt um öryggi upplýsinga um viðskiptavini okkar og einstaklinga þeim tengdum og hefur einsett sér að framfylgja reglum um persónuvernd og að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem við vinnum með. Af þeim sökum höfum við gripið til viðeigandi öryggisaðgerða til að tryggja að upplýsingar um viðskiptavini okkar glatist ekki, komist í hendur þriðju aðila, eða taki breytingum.
Við stýrum aðgengi að upplýsingum með innri verklagsreglum og tryggjum að starfsmenn okkar hafi undirritað trúnaðaryfirlýsingar og séu bundnir trúnaði um vitneskju og störf sín hjá Getu og Meta+Geta. Trúnaðarskylda hvílir á starfsmönnum, þrátt fyrir að látið sé af starfi. Brot á trúnaði varða brottrekstri og mögulega afskiptum lögreglu.
Þá er til staðar ákveðið verklag til að bregðast við því ef öryggisbrot kunna að koma upp og munum tilkynna þér um slíkt öryggisbrot í samræmi við skyldu samkvæmt persónuverndarlöggjöf hverju sinni.
-
Réttindi þín í tengslum við persónuupplýsingar
Viðskiptavinir hafa við sérstakar kringumstæður á grundvelli nýrrar persónuverndarlöggjafar m.a. eftirfarandi réttindi:
-
Að óska eftir aðgangi að persónuupplýsingum um þig, og eftir atvikum að fá afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig til að meta hvort við erum að vinna þær með lögmætum hætti.
-
Að óska eftir leiðréttingu á þeim gögnum sem við erum að vinna um þig. Þetta gerir þér kleift að leiðrétta ófullkomnar eða ónákvæmar upplýsingar um þig, en við kunnum hins vegar að þurfa að fá staðfestingu á því að þær upplýsingar sem þú veitir okkur séu áreiðanlegar.
-
Að óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig. Þetta gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja persónuupplýsingar um þig þegar það er ekki lengur lögmæt ástæða fyrir okkur til að halda áfram að vinna með hana. Þú hefur einnig rétt á því að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja upplýsingar um þig þegar þú hefur með réttmætum hætti mótmælt vinnslu persónuupplýsinga um þig eða ef við höfum unnið með upplýsingarnar með ólögmætum hætti eða okkur ber lagaskylda til að eyða upplýsingunum. Þessi réttur takmarkast þó af því að því að okkur gæti verið skylt að geyma upplýsingarnar samkvæmt lögum.
-
Að mótmæla vinnslunni. þegar við erum að vinna upplýsingarnar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar eða þriðja aðila og aðstæður þínar eru þess eðlis að þú vilt mótmæla vinnslu okkar á þessum grundvelli þar sem þú telur að hún hafi áhrif á grundvallarréttindi þín og frelsi. Þú hefur einnig rétt á því að mótmæla þegar við erum að vinna persónuupplýsingar um þig í beinni markaðssetningu. Í einhverjum tilvikum getur verið að við getum sýnt fram á að hagsmunir okkar af því að vinna þessar upplýsingar séu þeim mun meiri en grundvallarréttindi þín og frelsi og því séu lögmætir hagsmunir fyrir vinnslunni.
-
Að óska eftir því að við takmörkun vinnslu persónuupplýsinga um þig. Þetta gerir þér kleift að óska eftir því að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig í eftirfarandi tilvikum: a) ef þú vefengir að persónuupplýsingar séu réttar, þangað til við höfum fengið tækifæri til að staðfesta að þær séu réttar, b) vinnslan er ólögmæt og þú andmælir því að persónuupplýsingunum sé eytt og ferð fram á takmarkaða notkun þeirra í staðinn, c) ef við þurfum ekki lengur á persónuupplýsingunum að halda fyrir vinnsluna en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur og d) þú hefur andmælt vinnslunni en við erum að bíða eftir sannprófun á því hvort lögmætir hagsmunir okkar gangi framar hagsmunum þínum.
-
Að óska eftir því að við flytjum persónuupplýsingar þínar til þín eða til þriðja aðila. Þetta gerir þér kleift að óska eftir því að við veitum þér, eða þriðja aðila sem þú hefur tilnefnt, persónuupplýsingarnar þínar á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði. Þessi réttur á þó aðeins við þegar um er að ræða upplýsingar sem þú hefur upphaflega látið okkur í té og vinnslan byggist á samþykki eða er nauðsynleg til þess að framkvæma samning við þig.
-
Heimilt er að afturkalla samþykki fyrir vinnslu hvenær sem er, þ.e. í þeim tilvikum sem við erum að byggja á vinnslu til þess að vinna persónuupplýsingar um þig. Þetta hefur hins vegar ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem er framkvæmd áður en þú afturkallar samþykkið. Ef þú afturkallar samþykkið getur verið að við getum ekki veitt þér tiltekna þjónustu og munum við þá láta þig vita ef svo er á þeim tíma þegar þú afturkallar samþykkið.
Þessi réttindi eru þó ekki fortakslaus, og kann beiðni þinni að vera hafnað ef heimild er til þess í lögum eða vegna þess að vinnslan er nauðsynleg vegna réttinda félagsins og við teljum þau réttindi vega þyngra. Komi til þess að við höfnum beiðni þinni í heild eða að hluta munum við leitast við að útskýra á hvaða grundvelli.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um meðferð persónuupplýsinga hjá okkur eða vilt nýta þér lögbundinn rétt þinn vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa Getu í tölvupósti á personuvernd@getagaedi.is
Almennt kostar ekkert að fá aðgang að gögnum eða nýta þér réttindi þín, en við áskiljum okkur hins vegar rétt til þess að rukka sanngjarnt endurgjald ef beiðnin er augljóslega tilhæfulaus, endurtekin eða umfangsmikil. Að öðrum kosti getum við hafnað því að verða við beiðninni í þeim tilvikum.
Við gætum þurft viðbótarupplýsingar frá þér til þess að hjálpa okkur að staðfesta að þú sért sá sem þú segist vera, en það er hluti af öryggisráðstöfunum okkar til að tryggja að upplýsingarnar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðja aðila.
Almennt reynum við að svara fyrirspurnum innan mánaðar en í einhverjum tilvikum kann þá að taka okkur lengri tíma að svara fyrirspurninni, t.d. ef hún er flókin eða ef um er að ræða fjölda fyrirspurna frá þér, en ef svo er látum við þig vita af því sérstaklega.
Þú átt ávallt rétt á því að kvarta til Persónuverndar (www.personuvernd.is), en við myndum hins vegar kunna að meta það að þú gæfir okkur tækifæri fyrst til þess að leysa málið áður en þú hefur samband við Persónuvernd.
-
Tenglar á þriðju-aðila vefsíður
Heimasíðan okkar kann að vera með slóðir á heimasíður hjá þriðju aðilum, eða nýta viðbætur og forrit frá þriðja aðila sem þú hefur samþykkt. Ef þú smellir á slíka slóð eða samþykkir slíkar tengingar frá þriðja aðila kann að vera að þriðju aðilar safni eða deili upplýsingum um þig í gegnum þá tengingu. Við höfum ekki stjórn á slíkum tengingum eða vefsíðum þriðju aðila og við berum ekki ábyrgð á persónuvernd eða öryggi persónuupplýsinga hjá þeim aðilum.
Þegar þú yfirgefur heimasíðuna okkar eða samþykkir viðbætur eða tengingar frá þriðja aðila hvetjum við þig til þess að kynna þér persónuverndarstefnu á þeim heimasíðum sem þú heimsækir eða þá skilmála sem um viðbætur eða tenginguna gilda eftir því sem við á.
-
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Geta - gæðastarf í skólum áskilja sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi löggjöf eða vegna breyting á meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu, en við munum þó ekki takmarka réttindi þín samkvæmt þessari persónuverndarstefnu. Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins.
Það er mikilvægt fyrir okkur að persónuupplýsingar sem við vinnum um þig séu ávallt réttar og uppfærðar, endilega hafðu samband ef persónuupplýsingarnar þínar breytast meðan á viðskiptasambandi okkar stendur.
Persónuverndarstefna þessi gildir frá 1. maí 2023
bottom of page