MENU
Geta - gæðastarf í skólum
Skólaþjónusta
Hjá skólaþjónustusviði Getu er hægt að óska eftir sérfræðingum í stök smærri og stærri verkefni á sviði skólaþjónustu eða óska eftir þjónustusamning um alla eða ákveðna þætti sem lúta að skólaþjónustu.
Kennsluráðgjöf
Kennsluráðgjöf er góð leið til þess að vinna að bættu skólastarfi, ekki aðeins ef eitthvað bjátar á. Þess vegna er mikilvægt að geta boðið öllum kennurum skólans og öllum deildum leikskóalns upp á reglubundna heimsókn og kennsluráðgjöf.
Dæmi um kerfisbundna kennsluráðgjöf fyrir alla kennara grunnskólans og/eða allar deildir leikskólans
Hver kennari í grunnskóla fær innlit í eina kennslustund og hver deild innan leikskólans fær innlit í eina klukkustund. Að innliti loknu fær kennari/deildarstjóri munnlega endurgjöf sama dag. Innan við viku fá allir kennarar minnisblað með helstu atriðum. Um mánuði eftir heimsókn er eftirfylgni í formi 30 mínútna teams fundar.
Geta býður sveitarfélögum upp á kennsluráðgjöf bæði fyrir einstaka tilfelli sem og kerfisbundna kennsluráðgjöf fyrir alla skólasveitarfélagsins.
Náms- og starfsráðgjöf
Geta býður upp á þjónustu náms- og starfsráðgjafa fyrir einstaka skóla og/eða sveitarfélög í heild sinni.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn á geta@getagaedi.is fyrir frekari upplýsingar um þjónustu Getu á sviði náms- og starfsráðgjafar.
Skólanefndir sveitarfélaga
Geta býður upp á aðstoð og þjónustu fyrir skólanefndir. Allt frá því að yfirfara starfsáætlanir og skólanámskrar, í ráðgjöf og aðstoð við smærri og stærri verkefni sem snúa að skóla- og fræðslumálum í leik- og grunnskólum.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn á geta@getagaedi.is fyrir frekari upplýsingar um þjónustu Getu á þessu sviði
Stuðningur við skólastjórnendur
Geta býður upp á aðstoð og þjónustu fyrir skólastjórnendur Allt frá einstaka verkefnum eins og aðstoð við áætlanagerð, teymisstjórn og innleiðing þróunarverkefna, verkefnastjórn einstakra verkefna á sviði breytinga. Yfir í smærri og stærri verkefna á sviði mannauðsstjórnunar, fjárhagsáætlanagerðar eða annarra rekstrartengdra þátta.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn á geta@getagaedi.is fyrir frekari upplýsingar um þjónustu Getu á þessu sviði
Talmeinafræði
Geta býður upp á aðstoð og þjónustu talmeinafræðings fyrir leik- og grunnskóla.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn á geta@getagaedi.is fyrir frekari upplýsingar um þjónustu Getu á þessu sviði
Sálfræðiþjónusta
Geta býður upp á aðstoð og þjónustu sálfræðinga á sviði barnamála fyrir skóla og einstaka börn í leik- og grunnskólum.
Vinsamlegast sendið fyrirspurn á geta@getagaedi.is fyrir frekari upplýsingar um þjónustu Getu á þessu sviði